fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
433Sport

Arnar vonast til að Aron spili ekki á Íslandi í sumar – „Ég var sammála honum á þeim tímapunkti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 14:55

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi Aron Einar Gunnarsson í fyrsta hóp sinn í dag. Hann vonast til að landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi muni áfram spila erlendis að þessu tímabili loknu.

Það er ljóst að Aron Einar spilar ekki meira með félagsliði sínu, Al-Gharafa í Katar, á þessari leiktíð. Reynsluboltinn gekk í raðir félagsins síðasta haust en var aðeins skráður í hópinn í Meistaradeild Asíu, þar sem Al-Gharafa er úr leik.

„Í hans tilfelli sneri þetta að því að hann var í standi. Er hann búinn að spila nógu mikið af leikjum? Nei, en hann er búinn að spila sterka leiki, gegn sterkum andstæðingum og lítur mjög vel út. Hann er búinn að æfa mjög vel í 2-3 mánuði. Ég vildi fá hann inn sem þann sterka leiðtoga sem hann er innan hópsins,“ sagði Arnar við 433.is í dag.

video
play-sharp-fill

Aron tók slaginn með uppeldisfélagi sínu Þór í næstefstu deild íslenska boltans í fyrra. Fyrrum landsliðsþjálfarinn Age Hareide vildi ekki velja hann í landsliðshópinn á meðan hann lék á því stigi. Það hefur verið talað um að Aron snúi aftur til Þórs í sumar og var Arnar spurður að því hvort afstaða hans væri sú sama og forvera hans í þessum efnum.

„Ég var sammála honum á þeim tímapunkti sem hann sagði þetta. En ég hafði aldrei verið með honum í hóp áður. Svo kom hann á tvær æfingar í Víkinni og þá sá ég hversu öflugur karakter hann er og gefur mikið af sér. Svo kynnist ég honum betur í þessum hóp og það eru ansi margir þættir sem þarf að vega og meta áður en maður getur svarað svona spurningum,“ sagði Arnar og hélt áfram.

„Í hinum fullkomna heimi verður hann enn þá úti og spilar í sem bestum aðstæðum svo við séum alltaf að fá Aron Einar í toppstandi.“

Íslandi mætir Kósóvó í tveimur leikjum 20. og 23. mars í umspili um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hafnar frábæru boði frá London

Hafnar frábæru boði frá London
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miðasala í Murcia er í fullum gangi

Miðasala í Murcia er í fullum gangi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Víkinga

Mikil gleðitíðindi fyrir Víkinga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Áhugaverður landsliðshópur A-landsliðs kvenna – Fjórar spila á Íslandi

Áhugaverður landsliðshópur A-landsliðs kvenna – Fjórar spila á Íslandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Náfrændi Gylfa Þórs skrifar undir nýjan samning við Grindavík

Náfrændi Gylfa Þórs skrifar undir nýjan samning við Grindavík
Hide picture