fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Kom að tveimur heimsfrægum mönnum nöktum í mjög óvenjulegri sturtu

433
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Emanuele Marra lenti í ansi undarlegu atviki á sínum tíma er hann var þjálfari hjá AS Roma á Ítalíu.

Marra var um tíma í þjálfarateyminu hjá félaginu en hann sá um leikmenn eins og Francesco Totti og Mohamed Salah sem er í dag hjá Liverpool.

Marra labbaði eitt sinn inn í búningsklefa Roma þar sem hann kom að Totti og Salah í sturtunni þar sem þeir léku sér með fótbolta.

Það er ekki beint algengt að knattspyrnumenn taki þá áhættu að leika sér með knöttinn í sturtuklefanum en Marra hafði ekkert nema góða hluti að segja um þessa tvo leikmenn.

Totti er að sjálfsögðu goðsögn í knattspyrnusögunni en hann hefur lagt skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril hjá Roma.

,,Það eru tveir leikmenn sem var sérstaklega gaman að þjálfa og það voru Totti og Salah. Eftir æfingar þá kom ég að þeim í sturtunni þar sem þeir voru að rekja bolta,“ sagði Marra.

,,Þetta útskýrir fyrir þér hversu mikið þeir elska leikinn og af hverju þeir gerðu það sem þeir gerðu. Að leika sér með bolta á þessum stað var ekki beint að hjálpa tækninni, þeir gerðu þetta bara því þeir elska að leika sér með bolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni