fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Komst að því að eiginkonan hafði haldið framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

433
Föstudaginn 7. febrúar 2025 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Giggs er einn umdeildasti maður fótboltaheimsins. The Upshot rifjaði upp nokkur atvik á ferli hans sem leikmaður og þjálfari, allt frá því hann braut sér leið inn í aðallið Manchester United árið 1992.

Giggs var ekki búinn að vera lengi í aðalliði United þegar Lee Sharp bauð honum í partí. Sjálfur Sir Alex Ferguson, stjóri United, mætti hins vegar á svæðið um kvöldið, batt enda á gleðskapinn og dró ungan Giggs heim.

Giggs var enn á meðal yngstu leikmanna liðsins þegar það var logið að honum að allir leikmenn fengju bíl eftir 25 spilaða leiki. Hann spurði Ferguson út í þetta eftir 25 leiki. Hneykslaður stjórinn sagð honum að hann ætti í mesta lagi möguleika á því að fá hjól.

Það var allt í blóma hjá Giggs 2009. United hafði unnið ensku úrvalsdeildina þrjú ár í röð og Meistaradeildina árið áður. Giggs var einnig valinn íþróttamanneskja ársins. Þá fór hins vegar allt niður á við.

Fréttir um framhjáhald hans með raunveruleikastjörnunni Imogen Thomas fóru á flug. Það var þó alls ekki það versta. Hann hafði haldið framhjá með annarri konu, eiginkonu bróður síns.

Hún viðurkennir að hafa sofið hjá Giggs í átta ár og að hann hafi gert hana ólétta skömmu fyrir brúðkaup hennar með bróður Giggs, Rhodri.

Rhodri hefur síðan nýtt hvert tækifæri til að hefna sín. Hann lék til dæmis í auglýsingu Paddy Power sem bar heitið: Tryggðin er dauð. Það var augljóst hver merkingin var á bak við hana.

Þrátt fyrir öll hneykslin var Giggs gerður að landsliðsþjálfara Wales árið 2018. Frænka hans varaði sambandið við vegna framhjáhalda leikmannsins.

Giggs var svo settur til hliðar um tíma þar sem honum var gert að sök að ráðast á sambýliskonu sína.

Hér að neðan má sjá auglýsinguna frægu sem Rhodri Giggs lék í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift