fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433

Rosaleg dramatík er Bayern fór naumlega áfram gegn Celtic

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 22:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í Meistaradeildinni. Um var að ræða seinni leiki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum.

Það sem bar hæst var að Bayern Munchen rétt komst hjá því að láta Celtic taka sig alla leið í framlengingu. Bayern vann fyrri leikinn í Skotlandi 1-2 en Celtic komst yfir í kvöld með marki Nicolas-Gerrit Kuhn eftir rúman klukkutíma leik.

Það stefndi í að leikurinn færi í framlengingu en Alphonso Davies jafnaði leikinn í blálokin og Bayern fer þar með áfram samanlagt.

Það var allt opið fyrir seinni leik Atalanta og Club Brugge, en belgíska liðið vann fyrri leikinn 2-1 á heimavelli. Club Brugge kláraði dæmið í fyrri hálfleik í kvöld. Chemsdine Talbi skoraði tvö mörk og Ferran Jutgla eitt.

Ademola Lookman minnkaði muninn fyrir Atalanta snemma í seinni hálfleik og hefði getað skorað annað mark af vítapunktinum en klikkaði. Lokatölur 1-3 og 5-2 samanlagt fyrir Club Brugge.

Loks er Benfica komið áfram eftir fjörugan leik gegn Monaco í kvöld. Liðið vann fyrri leikinn 1-0 og dugði því jafntefli í kvöld, sem varð raunin.

Lokatölur urðu 3-3 þar sem Kerem Akturkoglu, Vangelis Pavlidis og Orkun Kökcu skoruðu fyrir Benfica. Takumi Minamino, Eliesse Ben Seghir og George Ilenikhena skoruðu fyrir Monaco.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lengjudeildin: Njarðvík enn taplaust – Ragnar Bragi fékk rautt í enn einu tapinu

Lengjudeildin: Njarðvík enn taplaust – Ragnar Bragi fékk rautt í enn einu tapinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa ekki upplifað annað eins í 120 ár

Hafa ekki upplifað annað eins í 120 ár
433
Fyrir 20 klukkutímum

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Högg í maga United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands
433Sport
Í gær

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Í gær

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool
433Sport
Í gær

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“