fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
433Sport

Danijel Djuric á leið til Króatíu – Ekki með Víkingi á fimmtudag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 11:48

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danijel Dejan Djuric er á förum frá Víkingi á allra næstunni. Hann verður ekki með liðinu gegn Panathinaikos á fimmtudag.

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í Víkinni, staðfestir í samtali við Vísi að Danijel sé á förum. Sjálfur er hann í Króatíu að klára skiptin, en talið er að Danijel fari til liðsins Istra þar í landi.

Danijel gerði 9 mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur þá skorað eitt mark í Sambandsdeildinni. Þar er Víkingur á leið í seinni leikinn gegn Panathinaikos á fimmtudag í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið leiðir 2-1 eftir fyrri leikinn. Danijel verður sem fyrr segir að öllum líkindum ekki með þar.

Hjá Istra hittir Danijel fyrir annan Íslending, Loga Hrafn Róbertsson sem gekk í raðir félagsins frá FH í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið aukaspyrnumark James í kvöld

Sjáðu stórbrotið aukaspyrnumark James í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Rekinn burt fyrir mjög óviðeigandi hegðun á kvennaleik

Sjáðu myndbandið umtalaða – Rekinn burt fyrir mjög óviðeigandi hegðun á kvennaleik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvorugt íslensku liðanna á möguleika lengur

Hvorugt íslensku liðanna á möguleika lengur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mæta Skotum á morgun eftir flottan sigur á dögunum

Mæta Skotum á morgun eftir flottan sigur á dögunum