fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433

Real Madrid sneri dæminu við í lokin gegn mölbrotnu liði City

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 21:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tók á móti Real Madrid í frábærum leik í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Real Madrid byrjaði leikinn betur en það var þó Erling Braut Haaland sem kom heimamönnum yfir eftir um 20 mínútna leik. City leiddi 1-0 í hálfleik.

Þannig var staðan allt þar til klukkutími var liðinn, en þá jafnaði Kylian Mbappe.

Þegar tíu mínútur lifðu leiks dró aftur til tíðinda. Phil Foden fór auðveldlega niður í teignum eftir viðskipti við Dani Ceballos og fékk víti. Haaland fór á punktinn og skoraði af öryggi. City yfir á ný.

Það stefndi í að City færi með forskot í seinni leikinn á Spáni í næstu viku en allt kom fyrir ekki. Brahim Diaz jafnaði á ný á 86. mínútu og Jude Bellingham skoraði sigurmarkið í uppbótartíma eftir algjört rugl í varnarlínu City enn á ný.

Erfitt tímabil City heldur því áfram. Liðið er fyrir utan Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni og rétt komst inn í þetta umspil Meistaradeildarinnar.

Seinni leikur liðanna er á miðvikudag í næstu viku.

Tveir aðrir leik fóru fram á sama stigi keppninnar. Juventus vann 2-1 sigur á PSV á Ítalíu. Mörk lðsins gerðu Weston McKennie og Samuel Mbangula. Reynsluboltinn Ivan Perisic skoraði fyrir PSV.

Dortmund vann þá þægilegan 0-3 útisigur á Sporting. Serhou Guirassy, Pascal Gross og Karim Adeyemi gerðu mörk liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lengjudeildin: Njarðvík enn taplaust – Ragnar Bragi fékk rautt í enn einu tapinu

Lengjudeildin: Njarðvík enn taplaust – Ragnar Bragi fékk rautt í enn einu tapinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa ekki upplifað annað eins í 120 ár

Hafa ekki upplifað annað eins í 120 ár
433
Fyrir 20 klukkutímum

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Högg í maga United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands
433Sport
Í gær

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Í gær

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool
433Sport
Í gær

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“