

Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, stjórnendur hins geysivinsæla hlaðvarps Steve Dagskrá, voru gestir Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni hér á 433.is.
Það vakti athygli á dögunum þegar Þorlákur Árnason hætti með karlalið ÍBV. Ástæðan sem hann gefur upp er sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði liðsins, hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar.
„Þetta er ótrúlega sérstakt. Ég er að reyna að sjá hlið Vestmannaeyinga í þessu og það þarf að halda í gott fólk, ríghalda í það. Ef staðan kemur upp að hann sé klár í að verða framkvæmdastjóri er stokkið á það. En hagsmunaárekstur er ekki nógu stórt orð held ég,“ sagði Vilhjálmur.
„Það getur vel verið að hann sé frábær í þetta starf, en það er þá bara hægt að gauka því að honum að hann verði framkvæmdastjóri þegar skórnir fara á hilluna. Það væri þá bara mjög spennandi fyrir hann eftir ferilinn,“ sagði Andri.
Þorlákur gerði frábæra hluti með ÍBV í sumar og var nálægt því að skila liðinu í efri hluta Bestu deildarinnar sem nýliði. „Það má líka ekki gleyma síðasta tímabili og hvað Láki gerði. Það er eins gott að Alex Freyr sé þá alvöru framkvæmdastjóri,“ sagði Vilhjálmur.
Nánar í spilaranum.