
Cristiano Ronaldo hefur gefið í skyn að hann gæti snúið aftur til Evrópu á lokaspretti ferilsins en hann ætlar sér að ná þúsund mörkum á ferlinum.
Portúgalska goðsögnin, sem er orðinn 40 ára, er nú með 956 mörk.. Þrátt fyrir aldurinn segist Ronaldo ekki hafa misst hungrið og er staðráðinn í að halda áfram að spila, sama hvar það verður.
„Ástríðan er enn til staðar og ég vil halda áfram. Það skiptir ekki máli hvort ég spila í Mið-Austurlöndum eða í Evrópu,“ sagði Ronaldo á Globe Soccer verðlaunahátíðinni í Dúbaí, þar sem hann var valinn besti leikmaður Mið-Austurlanda.
Samningur Ronaldo við Al-Nassr rennur út sumarið 2027, ári eftir að hann hyggst leika sitt síðasta stórmót með portúgalska landsliðinu á HM.