fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. desember 2025 13:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ramon Vega, fyrrverandi leikmaður Tottenham, hefur kallað eftir afsögn Thomas Frank, knattspyrnustjóra liðsins, í harðorðri færslu á samfélagsmiðlum.

Frank er undir mikilli pressu á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu, en Tottenham situr í 11. sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af síðustu níu leikjum sínum í úrvalsdeildinni.

Frank tók við liðinu í sumar eftir að Ange Postecoglou var rekinn og byrjaði tímabilið afar vel. Tottenham vann sex af fyrstu tíu leikjum sínum og var í þriðja sæti í byrjun nóvember. Síðan hefur hins vegar hallað undan fæti.

Eftir nauman sigur á Crystal Palace um helgina fór Vega hamförum á X. Þar gagnrýndi hann Frank harðlega. Segir hann tímabilið enn verra en það síðasta, þar sem Tottenham hafnaði í 17. sæti deildarinnar en vann þó Evrópudeildina.

„Þú ert með fleiri leikmenn heila en Ange á síðustu leiktíð og við erum ekki í neitt betri málum. Þetta er í raun skelfing. Ange átti þó frábæran endi á hræðilegu tímabili, sem þú nýtur nú með að vera í Meistaradeildinni. Gerðu okkur greiða og hættu,“ skrifaði Vega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Dýrmætur sigur Tottenham

England: Dýrmætur sigur Tottenham
433Sport
Í gær

Garner aftur til United?

Garner aftur til United?
433Sport
Í gær

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“