
Ramon Vega, fyrrverandi leikmaður Tottenham, hefur kallað eftir afsögn Thomas Frank, knattspyrnustjóra liðsins, í harðorðri færslu á samfélagsmiðlum.
Frank er undir mikilli pressu á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu, en Tottenham situr í 11. sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af síðustu níu leikjum sínum í úrvalsdeildinni.
Frank tók við liðinu í sumar eftir að Ange Postecoglou var rekinn og byrjaði tímabilið afar vel. Tottenham vann sex af fyrstu tíu leikjum sínum og var í þriðja sæti í byrjun nóvember. Síðan hefur hins vegar hallað undan fæti.
Eftir nauman sigur á Crystal Palace um helgina fór Vega hamförum á X. Þar gagnrýndi hann Frank harðlega. Segir hann tímabilið enn verra en það síðasta, þar sem Tottenham hafnaði í 17. sæti deildarinnar en vann þó Evrópudeildina.
„Þú ert með fleiri leikmenn heila en Ange á síðustu leiktíð og við erum ekki í neitt betri málum. Þetta er í raun skelfing. Ange átti þó frábæran endi á hræðilegu tímabili, sem þú nýtur nú með að vera í Meistaradeildinni. Gerðu okkur greiða og hættu,“ skrifaði Vega.