

Steven Gerrard virðist ekki vera að snúa aftur í þjálfun á næstunni en hann starfar í dag sem sérfræðingur fyrir TNT.
Gerrard er goðsögn í enska boltanum og lék lengi með Liverpool en hann náði mjög góðum árangri sem þjálfari Rangers í Skotlandi um tíma.
Eftir það hélt Gerrard til Aston Villa þar sem hlutirnir gengu ekki upp og síðar fór hann til Al-Ettifaq og var rekinn út starfi.
,,Ég hef verið nokkuð upptekinn undanfarið með fjölskyldunni og við eigum von á barnabarni,“ sagði Gerrard.
,,Við reynum að vera til staðar eins mikið og við getum þess vegna fluttum við aftur heim. Ég er að sjá um fótbolta hjá TNT og þeir leyfa mér að velja mína leiki vegna fjölskylduástæðna.“
,,Mér líður vel í sjónvarpi og er vel til í að sinna því starfi, ég er ekki að leita mér að nýju félagi í dag. Eftir síðustu tvö verkefni þá þarf ég að vera viss umn að það næsta verði það rétta.“