

Það hefur enginn leikmaður í sögu franska félagsins Lyon verið jafn vinsæll og sóknarmaðurinn Endrick sem samdi við liðið á dögunum.
Þegar talað er um vinsæla leikmann þá er horft á tölur á samskiptamiðlum en stuðningsmenn Lyon eru gríðarlega spenntir fyrir þeim brasilíska sem kemur frá Real Madrid á láni.
Tæplega 20 milljónir manns hafa horft á kynningarmyndband Endrick á Instagram sem er nýtt met fyrir leikmann félagsins – Tyler Morton átti metið áður en hann kom frá Liverpool í sumar.
Endrick er gríðarlega efnilegur leikmaður en hann er 19 ára gamall og fékk fá tækifæri með Real undir Xabi Alonso.
Hann mun ekki spila með Lyon næstu vikurnar vegna meiðsla en er strax orðinn mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna.