

James Garner er óvænt orðaður við endurkomu til Manchester United þessa stundina en hann er leikmaður Everton.
Garner er í dag 24 ára gamall en hann lék tvo deildarleiki með United áður en hann hélt til Everton 2022.
Samkvæmt Mail er United að skoða það að fá leikmanninn aftur í sínar raðir á nýju ári og koma þær fréttir mörgum á óvart.
Garner er mikilvægur hlekkur í liði Everton og hefur spilað 19 leiki fyrir liðið á miðjunni á þessu tímabili.
Daily Mail segir frá áhuga United sem er einnig að horfa á Elliot Anderson, leikmann Nottingham Forest.