

Fyrrum stórstjarnan Andy Carroll gæti verið á leið í fangelsi eftir að hafa verið handtekinn á flugvelli á dögunum.
Carroll hefur ekki lagt skóna á hilluna en hann spilar í dag með Dagenham & Redbridge í ensku sjöttu deildinni.
Hann er bæði leikmaður og á þá hlut í félaginu en það voru eigendur frá Katar sem keyptu hlut í liðinu á svipuðum tíma.

Engin smáatriði eru tekin fram í frétt Sun en fjallað er um að Carroll hafi framið kynferðisbrot og mun mæta fyrir framan dómara þann 30. desember.
Carroll er 36 ára gamall og fyrrum enskur landsliðsmaður en hann á að baki leiki fyrir stórlið eins og Liverpool og Newcastle.
Samkvæmt lögreglunni í Essex átti atvikið sér stað í mars fyrr á þessu ári og var Carroll handtekinn í lok apríl og þarf nú að svara fyrir sig í dómsal.