

Emmanuel Adebayor, fyrrum leikmaður Manchester City og Arsenal, hefur skotið föstum skotum á Jamie Carragher, fyrrum leikmann Liverpool.
Carragher lét vel í sér heyra fyrr á tímabilinu eftir að Mohamed Salah mætti í viðtal eftir leik við Leeds og sagðist óánægður hjá félaginu og með sína stöðu.
Carragher sagði til dæmis að Salah væri að búa til dramatík og vesen fyrir Liverpool til að styrkja eigin stöðu hjá félaginu en hann er í dag að spila með Egyptalandi í Afríkukeppninni.
Adebayor minnir Carragher á það sem Salah hefur gert fyrir Liverpool á sínum ferli og að hann hafi engan rétt á því að tjá sig um hluti sem hann einfaldlega þekkir ekki.
,,Sumt fólk er nógu heppið að vera uppalið á ákveðnum stöðum og Carragher var það heppinn að fæðast í Liverpool – þess vegna getur hann stoltað sig af því að hann hafi unnið eitthvað á sínum ferli,“ sagði Adebayor.
,,Salah hefur unnið úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool og verið þeirra markahæsti maður í ég veit ekki hvað mörg ár og það er hægt að tala um hann sem einn besta leikmann í sögu deildarinnar.“
,,Að Carragher hafi ákveðið að vanvirða hann svona í beinni útsendingu er óskiljanlegt og ótrúlegt.“