fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. desember 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Portúgals, er á því máli að Cristiano Ronaldo sé ekki að hugsa um það að ná þúsund mörkum á sínum ferli.

Það eru ansi athyglisverð ummæli en Ronaldo verður 41 árs gamall í febrúar og spilar í dag í Sádi Arabíu.

Ronaldo er búinn að skora 955 mörk á sínum ferli sem fótboltamaður og eru flestir á því máli að hann muni ekki hætta þar til talan nær þúsund.

Martinez segir þó að Ronaldo sé ekki að hugsa um þetta ákveðna afrek og að hann njóti þess að spila fótbolta á meðan tækifærið er til staðar.

,,Hann er á góðum stað á sínum ferli í dag, hann hefur afrekað það sem hann hefur gert því hann lifir fyrir daginn í dag,“ sagði Martinez.

,,Þegar hann talar um mörk þá vill hann ekki tala um að ná þúsund mörkum eða spila ákveðið magn af leikjum…“

,,Hans leyndarmál er að hann er besta útgáfan af sjálfum sér í dag og nýtur hvers dags. Þessi tala mun endurspegla daginn sem hann hættir, ég held að hann sé ekki með neitt ákveðið markmið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Ég er alltaf hrifinn af mönnum sem eru til í ævintýri“

„Ég er alltaf hrifinn af mönnum sem eru til í ævintýri“