fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

433
Fimmtudaginn 18. desember 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgina Rodríguez, unnusta Cristiano Ronaldo, hefur gert létt grín að risastórum demants-trúlofunarhring sem knattspyrnugoðsögnin gaf henni og sagt hann vera það minnsta sem hann gat boðið eftir langa bið.

Rodríguez, sem er 31 árs, greindi frá því í viðtali við Elle Spain að hún hefði beðið í nær áratug eftir bónorðinu. Parið kynntist fyrst árið 2016 og Ronaldo fór loks á skeljarnar í sumar. Þá sýndi Georgina glæsilegan hringinn fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum, en þeir eru um 67 milljónir talsins.

„Hringurinn er stórkostlegur,“ sagði Georgina og bætti við að eftir tæplega tíu ár saman væri slíkt viðeigandi. Skartgripasérfræðingar hafa metið demantinn allt að 37 karata og virði hans talið nema allt að fimm milljónum dollara.

Ronaldo, sem er 40 ára, sagði nýverið í viðtali við Piers Morgan að Georgina hefði lengi dreymt um fallegan stein og hann hefði einfaldlega viljað finna það sem hún elskaði.

Parið er þegar farið að skipuleggja brúðkaupið og segir Georgina að það verði fremur lítið, um 100 manns verði boðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Í gær

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið