fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. desember 2025 22:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er úr leik í Sambandsdeildinni þetta tímabilið eftir tap gegn ógnarsterku liði Strasbourg í Frakklandi í lokaumferð deildarkeppninnar.

Blikar þurftu sigur til að fara í útsláttarkeppni og gáfu klárlega allt sitt, auk þess sem liðið skapaði sér nokkur góð færi.

Sebastian Nanasi kom Strasbourg yfir á 11. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði fyrir Blika tæpum hálftíma síðar. Staðan í hálfleik 1-1.

Strasbourg var mun öflugri aðilinn í seinni hálfleik og komst verðskuldað yfir á ný á 80. mínútu með marki Martial Godo. Julio Enciso, fyrrum leikmaður Brighton og Ipswich í ensku úrvalsdeildinni, innsiglaði svo 3-1 sigur.

Blikar ljúka deildarkeppninni með fimm stig.

Albert Guðmundsson lék um 20 mínútur þegar vandræði Fiorentina héldu áfram. Liðið tapaði 1-0 fyrir Lausanne í Sviss og þarf að fara í umspil.

Logi Tómasson var þá á sínum stað í byrjunarliði Samsunspor er liðið tapaði gegn Mainz, 2-0. Tyrkirnir fara einnig í umspilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Í gær

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið