

Roy Keane lét Jordan Hames-Mainoo, bróður Kobbie Mainoo, heyra það og var harðorður í ummælum sínum um atvikið sem vakti mikla athygli í leik Manchester United á mánudag.
Fyrrverandi fyrirliði United gagnrýndi sérstaklega það þegar bróðir Mainoo mætti á Old Trafford í treyju með áletruninni „Free Kobbie Mainoo“ og taldi slíkt hegðun afar óviðeigandi.
Keane lét ekkert ósagt í viðbrögðum sínum.
„Þegar hann er með hálfvita af bróður sem gerir svona hluti, við ættum ekki einu sinni að gefa bróður hans athygli,“ sagði Keane.
„Stundum er fólk einfaldlega umkringt heimsku fólki, sérstaklega innan fjölskyldna.“
Keane hélt áfram og sagði að ef þetta hefði verið hans eigin bróðir hefði hann tekið hann alvarlega á teppið. „Ef bróðir minn hefði gert þetta, þá hefði ég horft á hann og sagt: ‘Hvað heldurðu að þú sért að gera?’“
Hann velti einnig fyrir sér hvort Kobbie Mainoo hefði í raun verið ómeðvitaður um gjörðir bróður síns. „Heldur fólk virkilega að bróðir hans hafi gert þetta án þess að tala við hann? Hann er samningsbundinn leikmaður og líklega á góðum launum,“ sagði Keane.