
Kobbie Mainoo er sagður á radarnum hjá Real Madrid fyrir janúargluggann, en hann hefur verið sterklega orðaður burt frá Manchester United.
Á þessu tímabili hefur Mainoo leikið 12 leiki í öllum keppnum en hefur enn ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann er vel pirraður á stöðunni og fólkið í kringum hann líka, en bróðir hans kom á leik United gegn Bournemouth í bol sem á stóð: Frelsið Kobbie Mainoo.
Miðjumaðurinn ungi hefur verið sterklega orðaður við brottför en aðallega á láni. Sögur frá Spáni segja hins vegar að Real Madrid hafi kannað aðstæður og er félagið sagt reiðubúið að bjóða yfir 40 milljónir punda til að kaupa Mainoo í janúar.
Manchester United metur hins vegar leikmanninn hins vegar á næstum tvöfalt meira.