
Mohamed Salah og Bryan Mbeumo, leikmönnum Liverpool og Manchester United, er spáð slöku gengi með landsliðum sínum í Afríkukeppninni af Ofurtölvunni.
Samkvæmt tölvunni mun Kamerún falla úr leik strax í riðlakeppninni eftir að tapa öllum þremur leikjum sínum í F-riðli. Það myndi þýða að Mbeumo sneri snemma aftur á Old Trafford.
Egyptalandi er þá spáð óvæntu tapi í 16-liða úrslitum gegn Kómoreyjum. Í því tilfelli sneri Salah fyrr en búist var við til Liverpool, þar sem framtíð hans er þó í óvissu.
Marókkó er spáð sigri Afríkukeppninni, sem hefst 21. desember og lýkur 18. janúar.