fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

433
Fimmtudaginn 18. desember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin, fyrrum framherji Vals og fleiri liða segir Ólaf Jóhannesson ekki segja allan sannleikann í nýrri ævisögu sinni sem kom út á dögunum.

Gary lék undir stjórn Ólafs hjá Val sumarið 2019 en þegar mótið var nýlega farið af stað vildi Ólafur losna við enska framherjann.

Gary var á góðum launapakka á Hlíðarenda en eftir örfáa leiki var honum meinað að mæta á æfingar liðsins. Ólafur fer yfir samskipti sín og Gary í bókinni.

Enski framherjinn segir Ólaf fara frjálslega með sannleikann í samskiptum þeirra. Gary lék með ÍA, KR, Víkingi, ÍBV, Selfoss, Val og Víkingi Ólafsvík hér á landi.

„Maður eins og Óli Jó,“ skrifar Gary á Instagram og setur hjarta með færslunni.

„Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni. 75 prósent sannleikur og 25 prósent…..,“ skrifar Gary og ýjar að því að Ólafur sé ekki að segja allt satt.

Ólafur er einn besti þjálfari í sögu Íslands og var afar farsæll hjá Val og FH en einnig stýrði hann íslenska landsliðinu í fjögur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir