
Reading stendur nú í deilu við fyrrverandi framkvæmdastjóra sinn, Nigel Howe, sem samkvæmt enskum miðlum hefur farið fram á gjaldþrotaskipti félagsins. Howe, sem starfaði sem framkvæmdastjóri og varaforseti félagsins í valdatíð Dai Yongge, hafði einnig umsjón með lengdregnu söluferli Reading á sínum tíma.
Samkvæmt The Telegraph reynir Howe nú að knýja fram slit á félaginu. Reading hefur staðfest þetta í yfirlýsingu, þar sem félagið hafnar öllum kröfum og segist ekki ætla að tjá sig frekar á meðan málið er til skoðunar.
Reading var keypt í maí af Rob Couhig, fyrrverandi eiganda Wycombe, eftir erfiðan tíma undir stjórn Dai Yongge. Á þeim árum fékk félagið samtals 18 stiga frádrátt, sætti félagaskiptabanni og féll úr ensku B-deildinni vorið 2023. Stuðningsmenn stofnuðu baráttuhópinn Sell Before We Dai sem mótmælti harðlega stjórn Dai.
Couhig tókst loks að ganga frá kaupunum ásamt viðskiptafélaga sínum Todd Trosclair. Reading situr nú í 18. sæti C-deildinni, hefur unnið fimm af 19 leikjum og skipti nýverið um knattspyrnustjóra þegar Leam Richardson tók við af Noel Hunt.