
Manchester City undirbúa tilboð í Antoine Semenyo hjá Bournemouth í janúar, samkvæmt The Times.
City vann Leeds um helgina og er fimm stigum á eftir toppliði Arsenal. Vill félagið freista þess að loka bilinu og ná í þennan afar öfluga mann í sóknina fyrir átökin á seinni hluta leiktíðar.
Semenyo hefur vakið mikla athygli á tímabilinu, er með sex mörk og þrjár stoðsendingar í 12 leikjum. City eru að íhuga að virkja 65 milljón punda klásúlu í samningi hans.
Semenyo er fjölhæfur og getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum. Það heillar City mikið og félagið gæti minnkað álagið á Erling Braut Haaland í leiðinni.