fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. desember 2025 13:00

Sergio Ramos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Ramos, goðsögn Real Madrid, gæti snúið aftur til félagsins eftir að staðfest var að hann yfirgefi Monterrey í Mexíkó.

Sögur eru á kreiki í spænskum miðlum um að Real Madrid skoði þann möguleika að bæta Ramos við breiddina hjá sér og vera um leið í mikilvægu hlutverki utan vallar, sér í lagi fyrir yngri leikmenn.

Ramos er á sínu fyrsta tímabili með Monterrey og stefnir á að vinna mexíkóska titilinn áður en hann fer.

Þessi 39 ára gamli leikmaður hefur einnig leikið með Sevilla og Paris Saint-Germain eftir að hann yfirgaf Real Madrid, hvar hann vann spænska Meistraratitilinn fimm sinnum, Meistaradeildina fjórum sinnum og fleira til.

Töluvert fjaðrafok hefur verið í kringum Real Madrid undanfarið, en einhverjar stórstjörnur eru sagðar ósáttar við Xabi Alonso, nýjan stjóra liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á áframhaldandi hörmungum Liverpool?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórt skref fyrir ÍTF

Stórt skref fyrir ÍTF
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur

Ronaldo opnar einkaklúbb – Þetta þarftu að greiða til að verða meðlimur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“