
Alessandro Bastoni er orðaður við Liverpool sem mögulegur arftaki Ibrahima Konate.
Konate verður samningslaus næsta sumar. Var hann lengi vel orðaður við Real Madrid en slakar frammistöður hans á leiktíðinni hafa orðið til þess að hann fer líklega ekki þangað.
Það er þó nokkuð ljóst að franski miðvörðurinn fari frá Anfield og þá þarf Liverpool mann í hópinn í hans stað.
Hinn 26 ára gamli Bastoni hefur verið afar mikilvægur fyrir ítalska stórliðið Inter undanfarin ár og yrði án efa frábær kostur fyrir Liverpool.
Hann er þó samningsbundinn til 2028 og verður sennilega allt annað en ódýr.