

Sheffield Wednesday hefur verið refsað með öðrum stigaafdrætti á örfáum vikum eftir að enska deildin (EFL) staðfesti sex stiga refsingu vegna ítrekaðra brota á greiðsluskyldum félagsins.
Liðið fékk 12 stiga frádrátt í október þegar félagið fór í gjaldþrotaskipti og glímdi nú þegar við ótrúlega erfiða stöðu í fallbaráttunni. Með nýju ákvörðuninni situr Wednesday í −10 stigum, heilum 27 stigum frá öruggri stöðu.
Í yfirlýsingu EFL segir. „Sheffield Wednesday FC fær sex stiga frádrátt sem tekur strax gildi vegna margra brota á reglum EFL um greiðsluskyldur. Fyrrverandi eigandi félagsins, Dejphon Chansiri, er jafnframt bannað að eiga eða stjórna félagi í EFL næstu þrjú árin.“
Refsingin var ákveðin eftir að félagið og EFL náðu samkomulagi sem var síðan staðfest af sjálfstæðri aganefnd.
Wednesday stendur nú frammi fyrir óraunhæfri baráttu við að bjarga sæti sínu í Championship.