
Sergio Ramos, goðsögn Real Madrid, gæti snúið aftur til félagsins eftir að staðfest var að hann yfirgefi Monterrey í Mexíkó.
Sögur eru á kreiki í spænskum miðlum um að Real Madrid skoði þann möguleika að bæta Ramos við breiddina hjá sér og vera um leið í mikilvægu hlutverki utan vallar, sér í lagi fyrir yngri leikmenn.
Ramos er á sínu fyrsta tímabili með Monterrey og stefnir á að vinna mexíkóska titilinn áður en hann fer.
Þessi 39 ára gamli leikmaður hefur einnig leikið með Sevilla og Paris Saint-Germain eftir að hann yfirgaf Real Madrid, hvar hann vann spænska Meistraratitilinn fimm sinnum, Meistaradeildina fjórum sinnum og fleira til.
Töluvert fjaðrafok hefur verið í kringum Real Madrid undanfarið, en einhverjar stórstjörnur eru sagðar ósáttar við Xabi Alonso, nýjan stjóra liðsins.