fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Real Madrid setur Rice efstan á óskalista sinn – Þetta er verðmiði sem Arsenal er sagt tilbúið að skoða

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 8. nóvember 2025 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur sett verðmiða á Declan Rice í kjölfar fregna um áhuga frá stórliði í Evrópu.

Rice gekk til liðs við Arsenal sumarið 2023 frá West Ham fyrir 100 milljónir punda, skömmu eftir að hafa lyft Sambandsdeildarbikarnum með Hammers.

Hann hefur síðan orðið einn mikilvægasti leikmaður Arsenal og telst nú meðal bestu miðjumanna Evrópu.

Rice, 26 ára, hefur leikið 119 leiki fyrir Arsenal og skorað 18 mörk, og hefur áfram lykilhlutverk á tímabilinu þar sem liðið trónir á toppi úrvalsdeildarinnar með sex stiga forskot á Manchester City.

Í Meistaradeildinni hefur Arsenal unnið alla fjóra leiki sína og ekki fengið á sig mark.

Samkvæmt spænska miðlinum Fichajes hefur Real Madrid gert Rice að einum af sínum helstu skotmörkum til að styrkja miðjuna, bæði nú og til framtíðar.

Arsenal mun þó ekki selja hann nema fyrir að minnsta kosti 150 milljónir evra, þar sem Rice sé talinn ómissandi og geti mótað lið félagsins um ókomin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga