

Wrexham hefur opinberað hvers vegna Christian Eriksen hafnaði félaginu síðasta sumar, þrátt fyrir metnaðarfulla tilraun frá nýliðum í Championship deildinni.
Danski miðjumaðurinn var á lausu eftir að samningur hans við Manchester United rann út, og Wrexham –sem á undanförnum árum hefur risið úr National League upp í Championship undir stjórn Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney sá hann sem lykilleikmann til að styrkja liðið í endurkomu sinni í næstefstu deild.
En samkvæmt framkvæmdastjóra Wrexham, Michael Williamson, hafnaði Eriksen tilboðinu vegna þess að hann vildi ekki að saga hans yrði hluti af heimildaþáttunum „Welcome to Wrexham“.
Williamson sagði í That Wrexham Podcast: „Ég hafði samband við umboðsmann hans og fyrsta viðbragðið var að þeir vildu ekki að saga hans yrði í annarri heimildarseríu. Þeir héldu að við værum að sækjast í hann vegna sögunnar, ekki vegna hæfileika hans,“ sagði Williamsson.
„Ég útskýrði að það væri alls ekki tilfellið. Við vorum að leita að leikmanni sem gæti hjálpað okkur að vera samkeppnishæfir í Championship.“
Eftir það áttu aðilar gott samtal, en Eriksen valdi að lokum annan kost án þess að tengjast sjónvarpsvélum.