fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 19:30

Joey Barton - Eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton heldur því fram að umdeildar færslur hans á X (Twitter), þar sem hann tengdi sjónvarpsmanninn Jeremy Vine við dæmda barnaníðinga, hafi verið hluti af því að „byggja upp boxbardaga“ milli þeirra.

Í vitnaleiðslu á miðvikudag sagðist Vine hafa orðið mjög hræddur um öryggi ungra dætra sinna eftir að Barton birti færslurnar, sem hann kallaði „ský af óhreinindum“. Vine lýsti því að orðrómarnir hefðu haft djúpstæð áhrif á fjölskyldu hans.

Barton svaraði því til að um væri að ræða „myrkan húmor“ og að hann og Vine hefðu verið í „stríði“ hvor við annan. „Hann er með sjónvarpsþátt og vill mig í viðtal,“ sagði Barton.

„Þetta er eins og tveir boxarar að hita upp viðureign. Hann kallar fram viðbrögð hjá mér og ég hjá honum.“

Hann hélt því fram að Vine hafi fyrst pirrað hann eftir að Barton valdi að mæta í viðtal hjá Piers Morgan fremur en í þátt Vine á Channel 5.

Barton viðurkenndi þó að hann hafi þurft að greiða Vine 600 þúsund pund í bætur eftir að Vine stefndi honum fyrir meiðyrði.

Hann neitaði einnig að það hafi verið móðgandi þegar hann birti mynd þar sem álitakonurnar Lucy Ward og Eni Aluko voru settar yfir mynd af raðmorðingjunum Fred og Rose West. „Þetta var brandari um að þær væru að ‘myrða’ fótboltaumfjöllun,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Í gær

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið
433Sport
Í gær

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“