fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 07:00

Frá Nývangi í kvöld. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld í Barcelona hafa hafið rannsókn vegna mögulegs berklaútbrots á Nývangi, heimavelli Barcelona.

Að sögn El País greindist starfsmaður sem vinnur við endurbætur á vellinum með berkla eftir að hafa sýnt einkenni sem samræmast sjúkdómnum, þar á meðal þrálátan hósta, hita, þyngdartap og mikla þreytu.

Starfsmaðurinn fór í læknisskoðun þar sem greiningin var staðfest. Barcelona Public Health Agency (ASPB) hefur nú hafið smitrakningu og hefur 23 einstaklingum sem haft gætu komist í snertingu við viðkomandi verið boðið upp á próf.

Nývangur er nú í umfangsmiklum endurbótum og starfsfólk á staðnum hefur verið upplýst um stöðuna. Ekki er talið að almennir áhorfendur hafi verið í hættu þar sem leikvangurinn hefur verið lokaður fyrir almenningi meðan á framkvæmdum stendur.

Heilbrigðisyfirvöld fylgjast áfram með málinu og gera ráð fyrir frekari skimunum ef þess gerist þörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér