

Heilbrigðisyfirvöld í Barcelona hafa hafið rannsókn vegna mögulegs berklaútbrots á Nývangi, heimavelli Barcelona.
Að sögn El País greindist starfsmaður sem vinnur við endurbætur á vellinum með berkla eftir að hafa sýnt einkenni sem samræmast sjúkdómnum, þar á meðal þrálátan hósta, hita, þyngdartap og mikla þreytu.
Starfsmaðurinn fór í læknisskoðun þar sem greiningin var staðfest. Barcelona Public Health Agency (ASPB) hefur nú hafið smitrakningu og hefur 23 einstaklingum sem haft gætu komist í snertingu við viðkomandi verið boðið upp á próf.
Nývangur er nú í umfangsmiklum endurbótum og starfsfólk á staðnum hefur verið upplýst um stöðuna. Ekki er talið að almennir áhorfendur hafi verið í hættu þar sem leikvangurinn hefur verið lokaður fyrir almenningi meðan á framkvæmdum stendur.
Heilbrigðisyfirvöld fylgjast áfram með málinu og gera ráð fyrir frekari skimunum ef þess gerist þörf.