

Tyrkneskir fjölmiðlar halda því fram að Galatasaray sé að undirbúa svakalegt tilboð í von um að fá Lionel Messi frá Inter Miami á láni yfir vetrarmánuðina.
Tímabilinu vestan hafs er ekki lokið og úrslitakeppnin stendur yfir þar til í byrjun desember, en hugsanlegt er að Messi spili ekki fram í mars, þegar nýtt tímabil hefst.
Ef Inter Miami kemst alla leið gæti Messi spilað til 6. desember. Eftir það mun hann þó ekki hafa spila leiki reglulega og gæti því þurft lán til skamms tíma til að halda sér í leikformi.
Ástæðan fyrir því að þetta er möguleiki er HM næsta sumar þar sem Messi mun klára feril sinn með argentíska landsliðinu.
Samkvæmt FotoMac, einum stærsta fjölmiðli Tyrklands, hefur Galatasaray nú sent inn fyrirspurn og vonast til að ná einum stærsta leikmanni heims til Istanbúl.