

Vestri hefur samið við Senegalska landsliðsmanninn Pape Abou Cisse. Pape er þrítugur að aldri, 1,97 cm á hæð, örfættur og spilar sem hafsent. Pape býr yfir gríðarlegum styrk og hraða. Hann á 16 landsleiki fyrir Senegal og vann með þeim Afríkukeppnina árið 2022.
Pape hefur mikla reynslu úr bestu deildum Evrópu, lék með Ajaccio og St. Étienne í Frakklandi. Lék einnig í sex ár fyrir Olympiacos í Grikklandi. Á þessum tíma lék Pape 13 leiki í Meistaradeild Evrópu og 28 leiki í Evrópudeildinni. Pape skoraði meðal annars á Emirates vellinum með Olympiacos þegar þeir slógu út Arsenal í Evrópudeildinni árið 2020 og var eftirsóttur meðal stærstu liða Evrópu á þeim tíma
Pape Cisse lék síðast fyrir Al-Shamal í Stars league í Katar. Pape er væntalegur til landsins i janúar og bjóðum við hann hjartanlega velkominn i Vestra.
„Við viljum þakka okkar manni Sergine Fall og Henri Camara, umboðsmanni Cisse, fyrir samvinnuna á þessum félagaskiptum,“ segir á vef Vestra.