fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. nóvember 2025 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestri hefur samið við Senegalska landsliðsmanninn Pape Abou Cisse. Pape er þrítugur að aldri, 1,97 cm á hæð, örfættur og spilar sem hafsent. Pape býr yfir gríðarlegum styrk og hraða. Hann á 16 landsleiki fyrir Senegal og vann með þeim Afríkukeppnina árið 2022.

Pape hefur mikla reynslu úr bestu deildum Evrópu, lék með Ajaccio og St. Étienne í Frakklandi. Lék einnig í sex ár fyrir Olympiacos í Grikklandi. Á þessum tíma lék Pape 13 leiki í Meistaradeild Evrópu og 28 leiki í Evrópudeildinni. Pape skoraði meðal annars á Emirates vellinum með Olympiacos þegar þeir slógu út Arsenal í Evrópudeildinni árið 2020 og var eftirsóttur meðal stærstu liða Evrópu á þeim tíma

Pape Cisse lék síðast fyrir Al-Shamal í Stars league í Katar. Pape er væntalegur til landsins i janúar og bjóðum við hann hjartanlega velkominn i Vestra.

„Við viljum þakka okkar manni Sergine Fall og Henri Camara, umboðsmanni Cisse, fyrir samvinnuna á þessum félagaskiptum,“ segir á vef Vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum