fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Metnaður fyrir norðan – Vilja sækja mann frá Milan til að byggja ofan á gott gengi

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. nóvember 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Calciomercato á Ítalíu fylgist Sunderland grannt með stöðu Santiago Gimenez hjá AC Milan, hvar framtíð hans er komin í uppnám.

Þrátt fyrir opinbera stuðningsyfirlýsingu Max Allegri er mexíkóski framherjinn undir mikilli pressu á San Siro. Hann hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til félagsins í sumar.

Gimenez hefur byrjað flesta leiki Milan en aðeins skorað tvö mörk í meira en tíu byrjunarliðsleikjum á tímabilinu. Samkvæmt ítölskum miðlum er félagið orðið óþolinmótt, bæði vegna markaleysisins og þess að leikstíll hans hefur ekki smollið inn í kerfi Allegri.

Milan íhugar því að leyfa honum að fara í janúar og Sunderland er sagt tilbúið að stökkva til ef tækifæri gefst. Klúbburinn hefur verið að leita að áreiðanlegum markaskorara.

Nýliðarnir hafa byrjað tímabilið frábærlega eftir að hafa styrkt sig vel í sumar og eru í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu
433Sport
Í gær

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur