
Borussia Dortmund er sagt krefjast um 75 milljóna punda fyrir þýska landsliðsmanninn Karim Adeyemi.
Arsenal og Manchester United eru sögð hafa áhuga á þessum 23 ára gamla sóknarmanni, jafnvel strax í janúar. Talið er að bæði liðin vilji bæta manni í sóknina.
Nú er hins vegar ljóst að það verður allt annað en ódýrt að fá Adeyemi, sem rennur þó út á samningi hjá Dortmund eftir eitt og hálft ár.
Hinn 22 ára gamli Adeyemi hefur átt upp og niður tímabil í Þýskalandi en er ansi öflugur á sínum degi og hefur gífurlegan hraða.