fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. nóvember 2025 17:00

Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember sendi KSÍ út stutta þjónustukönnun til allra félaga. Með slíkri könnun leitast KSÍ við að kanna viðhorf aðildarfélaganna til starfs KSÍ og þeirrar þjónustu sem KSÍ veitir félögum og þeirra fulltrúum. Sambærileg könnun er send út árlega og niðurstöðurnar þannig notaðar sem mikilvægur leiðarvísir fyrir KSÍ til að efla þjónustuna og samstarfið enn frekar. Óskað var eftir einu svari frá hverju félagi. KSÍ þakkar þeim aðildarfélögum sem svöruðu könnuninni kærlega fyrir þátttökuna.

Heilt yfir og almennt er mikill meirihluti svarenda ánægður með þá þjónustu sem KSÍ veitir aðildarfélögum, sem og stuðning og samskipti við félögin og þeirra fulltrúa. Vel yfir 80 prósent svarenda eru t.a.m. ánægðir með þjónustu KSÍ við aðildarfélög, samskipti við fulltrúa félaga, viðbrögð við fyrirspurnum, stuðning og leiðbeiningar og er það hækkun milli ára. Tæp 70% svarenda eru ánægðir með námskeið og fræðslu en aðeins 3% svarenda lýsa óánægju. Ánægja með stjórnsýslu og skipulag KSÍ minnkar milli ára eftir hækkun á síðasta ári og stendur nú í 55%.

Einnig bárust nokkur svör við opinni spurningu þar sem svarendur voru beðnir um ábendingar eða tillögur til KSÍ um hvað sem er varðandi starfsemi og þjónustu KSÍ. Þar var m.a. að finna hvatningu til KSÍ til að halda áfram stafrænni þróun og rafrænum staðfestingum, m.a. í sambandi við félagaskipti og leikmannasamninga, endurskoðun framlaga í mannvirkjasjóð, aukinn stuðning við félög á landsbyggðinni, brýningu til KSÍ varðandi kvennaknattspyrnu almennt, ákall um meiri fræðslu til stjórnenda aðildarfélaga, almennt hrós til skrifstofunnar fyrir stuðning við starfsfólk félaga, hvatningu til að halda áfram með uppbyggingu Þjóðarleikvangsins, og síðast en ekki síst áminningu um að aldrei megi gleyma því að fótbolti er og á að vera skemmtilegur.

Niðurstöður

Þjónusta:
• 86% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 6% hlutlaus.
• 8% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Samskipti:
• 86% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 3% hlutlaus.
• 11% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Viðbrögð við fyrirspurnum:
• 83% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 14% hlutlaus.
• 3% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Stuðningur og leiðbeiningar:
• 80% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 9% hlutlaus.
• 11% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Skipulag og stjórnsýsla:
• 55% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 34% hlutlaus.
• 11% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Námskeið og fræðsla:
• 69% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 28% hlutlaus.
• 3% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Þjónusta við stuðningsmenn á landsleikjum:
• 34% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 54% hlutlaus.
• 12% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Framkvæmdir á Laugardalsvelli:
• 83% mjög ánægð/nokkuð ánægð.
• 11% hlutlaus.
• 6% nokkuð óánægð/mjög óánægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Í gær

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Í gær

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina