

Þórður Gunnar Hafþórsson er mættur heim í Vestra og mun taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni og Evrópudeildinni næsta sumar.
Þórður Gunnar lék með Aftureldingu í Bestu deildinni og þar áður Fylki.
Þórður á þrátt fyrir ungan aldur nú þegar yfir 200 KSÍ leiki í meistaraflokk.
Hann var orðinn lykilmaður hjá Vestra 16 ára og hefur leikið fyrir U-16, U-17, U-18 og U-19 ára landslið Íslands.
Þórður Gunnar rifti samningi sínum við Aftureldingu á dögunum en bæði þessi lið féllu úr Bestu deildinni í sumar.