
Aðdáendur Manchester United tóku eftir því að Patrick Dorgu líkaði við Instagram-færslu sem gagnrýndi stjóra liðsins, Ruben Amorim, aðeins nokkrum dögum eftir tapið vonda gegn Everton.
United tapaði sínum fjórða deildarleik á tímabilinu á mánudagskvöld, 1-0 heima fyrir Everton, sem spilaði stóran hluta leiksins með manni færri eftir að Idrissa Gueye var rekinn af velli eftir að hafa slegið liðsfélaga sinn, Michael Keane.
Dorgu byrjaði leikinn sem vinstri bakvörður, en var tekinn af velli eftir 58 mínútur og Diogo Dalot kom inn í hans stað eftir erfiðan leik.
Nú hefur danski varnarmaðurinn vakið upp umtal eftir að hafa líkað við færslu á Instagram sem gagnrýndi Amorim og tvo liðsfélaga hans. Færslan inniheldur skjáskot af athugasemd á X þar sem segir: „Hver sá sem sér Casemiro og Bruno Fernandes sem góða miðju er ekki alvara.“