

Mason Greenwood fær óvæntan stuðning frá liðsfélögum sínum hjá Marseille, sem telja að hann geti átt möguleika á að snúa aftur í enska landsliðið.
Bandaríski landsliðsmaðurinn Timothy Weah, sonur goðsagnarinnar George Weah, hrósaði Greenwood í hástert eftir frammistöðu hans í 2-1 sigri á Newcastle á þriðjudag.
Leikurinn var sá fyrsti sem Greenwood spilaði gegn ensku liði frá því Manchester United útilokaði hann fyrir 16 mánuðum. Framherjinn hefur skorað 33 mörk í 53 leikjum í Frakklandi eftir 26,6 milljóna punda skiptin frá United.
Þrátt fyrir tölurnar er hann enn ekki í plönum hjá Thomas Tuchel og enska knattspyrnusambandinu vegna deilumáls sem tengdist ákærum um tilraun til nauðgunar og ofbeldi, en málið var fellt niður.
Greenwood hafnaði nýlega að spila fyrir Jamaíka og vill enn bæta við eina landsleik sinn frá 2020.
Weah sagði enska miðla. „Mason er ótrúlegur leikmaður og frábær karakter. Ég er stoltur af honum og vona að hann fái símhringingu bráðum.“
Hann sagðist ætla að reyna að gera sitt til að hjálpa Greenwood til að komast í enska landsliðið.