

Wayne Rooney hrósaði Marc Cucurella í hástert eftir 3-0 sigur Chelsea á Barcelona í Meistaradeildinni á Stamford Bridge. Fyrrverandi fyrirliði Englands lýsti vinstri bakverðinum sem algerlega ótrúlegum eftir að hann lokaði á Lamine Yamal og átti stóran þátt í sannfærandi sigri.
Chelsea tryggði sér sigurinn með sjálfsmarki frá Jules Kounde og mörkum frá Estevao og Liam Delap í seinni hálfleik.
Rooney sagði að Cucurella hefði sýnt kennslubókardæmi um hvernig eigi að verjast einum hættulegasta leikmanni Evrópu og fór jafnvel svo langt að kalla frammistöðuna þá bestu sem hann hefði séð frá vinstri bakverði í mjög langan tíma.
„Cucurella gaf bestu mögulegu kennslustund í að eiga við Lamine Yamal í kvöld,“ sagði Rooney á Amazon Prime.
„Hann var algjörlega frábær, líklega besta frammistaða vinstri bakvarðar sem ég hef séð lengi. Þetta er alvöru leikmaður.“