

Cristiano Ronaldo hefur valið sögufrægan stað fyrir brúðkaup sitt og Georginu Rodríguez.
Parið tilkynnti trúlofun sína í ágúst eftir níu ára samband, og samkvæmt Jornal da Madeira munu þau gifta sig á heimaslóðum Ronaldos á Madeira næsta sumar, eftir HM.

Ronaldo hefur valið dómkirkjuna í Funchal fyrir athöfnina, en veislan fer fram á lúxushóteli í nágrenninu.
Kirkjan er elsta helgidómur heimabæjar hans og var vígð árið 1514. Þekkt er hún meðal annars fyrir fallega útskorna sedrusviðarkirkjuloftið.
Al-Nassr framherjinn hefur lengi viljað halda stórviðburðinn á heimaslóðum og er búist við að mikill fjöldi gesta verði viðstaddur.