

Mikil reiði hefur skapast í kringum drátt í deildabikarkeppni kvenna á Englandi eftir afar umdeilda útsendingu frá drættinum á TikTok í gærkvöldi.
Samfélagsmiðlastjarnan GK Barry stýrði drættinum ásamt kærustu sinni, Ella Rutherford, leikmanni Portsmouth og enska landsliðsins.
Barry bauð upp á nokkrar grófar línur í upphafi, meðal annars um „lesbíur að handleika bolta.“ Sló hún sjálfa sig þá í rassinn með pokunum sem innihélt boltana með númerunum fyrir dráttinn.
Gerði Barry einnig lítið úr Tottenham í drættinum. Tók hún þá upp sama boltann tvisvar og skilaði honum í pokann í millitíðinni. Allt þótti þetta afar ófaglegt.
Einn þátttakendaklúbbur hefur óskað eftir upptökunni fyrir frekari skoðun.
„Þetta hlýtur að vera ógilt,“ skrifar einn netverji um málið. „Það versta sem ég hef séð,“ skrifaði annar.
Drátturinn
Tottenham – Manchester United
Arsenal – Crystal Palace
Liverpool – Chelsea
Manchester City – West Ham United
After the disaster of Sky Sports Halo 🤦🏻♂️
WSL Football has been asked for the footage from the Womens League Cup QF/SF draw due to concerns over the process of the draw 🤦🏻♂️
Is this really the way for women’s football to be taken seriously? Feels like one step forward, two back 🤦🏻♂️ pic.twitter.com/6ryYAkiHfG
— FWSL Jono (Aerial Fantasy) (@FWSL_Jono) November 25, 2025