

Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, sást í löngum samræðum við Jack Grealish eftir 1–0 sigur Everton á Manchester United á mánudag. G
realish lék síðast með Englandi í október 2024, aðeins þremur dögum áður en Tuchel tók við starfi, og hefur síðan ekki verið í myndinni hjá Þjóðverjanum.
G´óð frammistaða Grealish undir Lee Carsley leiddi til tveggja marka í Þjóðadeildinni, en hann féll út úr hópnum eftir þjálfaraskiptin. Síðan þá hefur hann farið á láni frá Manchester City til Everton og blómstrað á ný.
Grealish, nú 30 ára, hefur skorað eitt mark og lagt upp fjögur í 11 leikjum í úrvalsdeildinni undir stjórn David Moyes, sem hrósaði honum mikið og sagði hann magnaðan.
Tuchel og aðstoðarþjálfari hans voru á meðal áhorfenda á Old Trafford og virðist endurkoma Grealish hafa vakið athygli þeirra og mögulega opnað dyrnar aftur inn í landsliðshópinn.
