fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 14:30

Svona mætti Garnacho til leiks gegn Barcelona í gær. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shay Given fór óvænt að hrauna yfir Alejandro Garnacho á þriðjudagskvöldið og sagði hann stuða fólk þrátt fyrir fína byrjun hjá Chelsea.

Garnacho gekk til liðs við Chelsea í sumar fyrir 40 milljónir punda eftir erfiðan ágreining við þjálfara Manchester United, Ruben Amorim. Þjálfarinn var ósáttur þegar hinn 20 ára Argentínumaður gagnrýndi ömurlegt tímabil United eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar, á meðan Garnacho var þreyttur á að byrja síendurtekið á bekknum.

Hjá Chelsea hefur Enzo Maresca treyst honum betur og hefur Garnacho svarað með því að koma að fjórum mörkum í fyrstu 11 leikjum sínum fyrir félagið. En fyrir leik Chelsea gegn Barcelona í Meistaradeildinni var Given ekki tilbúinn að lofsyngja hann.

„Ég held að hann stuði fólk og þar á meðal mig,“ sagði Given á Premier Sports.

„Hann mætti með hliðartösku í leikinn, keðju að hanga út og þetta viðhorf.“

„Þegar hann er tekinn út af, þá hendir hann treyjunni, sparkar vatnsbrúsum. Hann er ungur og þarf að taka sig á og einbeita sér að ferlinum.“

Given bar hann saman við Robert Lewandowski. „Hann kom af rútunni án heyrnartólanna, engin skrítin húfa, bara fagmannlegur og tilbúinn í leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu

Nær óþekkjanlegur þegar hann mætti aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið

Allt var klappað og klárt fyrir endurkomu Messi – Þá kom höggið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Í gær

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Í gær

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH