

Cristiano Ronaldo mun geta spilað fyrsta leik Portúgals á HM næsta sumar eftir að FIFA ákvað að refsa honum aðeins með eins leiks banni vegna brotsins sem hann frammdi gegn Dara O’Shea.
Ronaldo, 40 ára, fékk beint rautt fyrir olnbogaskot í 2–0 tapi Portúgals gegn Írlandi í Dublin fyrr í mánuðinum. Hann stóð frammi fyrir allt að þriggja leikja banni fyrir ofbeldisfulla framgöngu, sem hefði útilokað hann frá byrjun mótsins.
FIFA ákvað hins vegar að fresta síðustu tveimur leikjunum af banninu,sjaldgæf ákvörðun sem byggist á því að þetta var fyrsta brottvísun Ronaldo í 226 landsleikjum.
Hann sat þegar af sér leikbannið í 9–1 stórsigri gegn Armeníu og verður því ekki frá í HM-leikjum Portúgals nema hann brjóti aftur af sér á reynslutímabili næsta árið.
Í yfirlýsingu FIFA segir: „Ef Cristiano Ronaldo fremur annað sambærilegt brot á reynslutímanum verður upphaflega bannið endurvakið og hann þarf að taka út báða leikina strax.“