
Manchester United mun líklega klára kaupin á brasilíska miðjumanninum Joao Gomes frá Wolves í janúar.
Miðlar í heimalandi kappans segja að félögin hafi tekið stór skref í viðræðum undanfarna daga og er ekki ólíklegt að kaup upp á um 44 milljónir punda verði að veruleika í janúar.
Gomes hefur vakið athygli á miðjunni í arfaslöku liði Wolves og orka hans og vinnusemi er eitthvað sem Ruben Amorim stjóra United hugnast mikið.
Amorim fékk Matheus Cunha, Bryan Mbuemo og Benjamin Sesko á Old Trafford í sumar og heldur áfram að byggja upp sitt lið.