

Cristiano Ronaldo hefur ákveðið hvar hann og Georgina Rodriguez munu ganga í hjónaband á næsta ári.
Samkvæmt portúgölskum miðlum hefur Ronaldo valið heimastað sinn, Madeira, sem vettvang brúðkaupsins, en hefðin segir að brúðhjón giftist í heimalandi brúðarinnar, að sögn sömu miðla, sem í þessu tilviki væri Argentína.
Brúðkaupið mun fara fram í lokuðum hópi og er áætlað að það verði haldið á milli lokakeppni HM 2026 og upphafs nýs tímabils í sádiarabísku úrvalsdeildinni.
Ronaldo, sem hefur byrjað þessa leiktíð frábærlega með Al Nassr og skorað 11 mörk í 12 leikjum, staðfesti nýverið í viðtali við Piers Morgan að dætur hans hefðu hvatt hann til að stíga skrefið og biðja Georginu.
Saman eiga þau dæturnar Martia, 7 ára, og Bella Esmeralda, 3 ára, auk þess sem Ronaldo á Cristiano Jr., 15 ára, og tvíburana Mateo og Eva Maria, 8 ára.