

Brotist var inn í glæsivillu Jamie Vardy og eiginkonu hans, Rebekah, við Gardavatn á Ítalíu á dögunum.
Talið er að þjófar hafi brotist inn um glugga og komist yfir skartgripi, reiðufé og úr, samtals metið á rúmar 13 milljónir króna. Meðal verðmætanna var Patek Philippe-úr.
Samkvæmt Daily Mail grunar lögreglu að þjófarnir hafi fylgst með fjölskyldunni og tímasett innbrotið þegar Vardy var í útileik með Cremonese í Róm.
Vardy gekk í raðir Cremonese síðasta sumar eftir magnaðan feril með Leicester. Hann hefur byrjað vel á Ítalíu, skorað tvö mörk í átta leikjum og hefur lýst dvölinni sem frábærri hingað til.
Rannsókn á málinu stendur yfir.