
Real Betis vakti mikla athygli í gær þegar félagið tilkynnti óvænta framlengingu á samningi Isco til sumarsins 2028 og gerði það á einstaklega frumlegan hátt.
Áður en flautað var til leiks gegn Girona mátti sjá glæsilegan borða í stúkunni þar sem andlit Isco og talan 2028 blasti við.
Real Betis surprised their fans inside the stadium with a tifo that showed the club has extended Isco's contract to 2028 💚
Bring back surprise announcements 🔥 pic.twitter.com/fM8ADSg2vA
— ESPN FC (@ESPNFC) November 23, 2025
Isco, sem er auðvitað fyrrum leikmaður Real Madrid, sem hefur verið lykilmaður bæði innan vallar og utan hans hjá Betis.
Isco gekk til liðs við Betis sumarið 2023 eftir að hafa yfirgefið Sevilla á frjálsri sölu. Hann hefur leikið 69 leiki fyrir félagið, skorað 21 mark og lagt upp 18.