fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

433
Mánudaginn 24. nóvember 2025 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Eglantine Aguilar var allt annað en sátt við framkomu Marouane Fellaini, fyrrum stjörnu Manchester United og Everton, árið 2015. Ensk götublöð rifja þetta upp í tilefni að afmæli kappans um helgina.

Aguilar og Fellaini höfðu talað saman í einhverjar vikur þegar Belginn sannfærði hana um að flytja til Manchester frá Los Angeles, sem hún samþykkti að lokum. Honum var þó ekki alveg eins mikil alvara varðandi samband þeirra og hann hafði látið í ljós. Áður en hún kom höfðu þau skipst á nektarmyndum, eitthvað sem hún var þó ekki hrifin af.

„Ég spurði hann af hverju hann væri að senda mér þessar myndir, þetta var vanvirðing. Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn og ég sendi honum eina. Hann sagði að hann væri stór og hann elskaði að hafa það þannig,“ rifjaði Aguilar upp.

„Ég hafði sagt honum að ég vildi meira en bara að stunda kynlíf og hann sagðist vera á sama máli. Hann hefði hins vegar átt að vera hreinskilinn frá byrjun. Ég átti gott líf í Los Angeles en kom aftur til Evrópu því mér líkaði við hann. Hann sagðist vilja eitthvað sérstakt en nokkrum dögum eftir að ég flutti fór hann að hunsa mig.“

Þau áttu þó einhverjar stundir saman, þar sem Fellaini olli Aguilar þó vonbrigðum.

„Eftir allan þennan tíma hélt ég að kynlífið yrði ásríðufullt, en það var ekki mikill forleikur og ég átti bara að gera hluti við hann. Þetta var svona hálftími og frekar leiðinlegt.“

Aguilar var þá ekki hrifin af hári Fellaini. „Þetta var eins og að vera í rúmi með konu. Þetta þvældist fyrir og kitlaði mig.“

Fellaini hætti fljótlega að svara símanum. „Ég sat uppi atvinnulaus og átti engan kærasta. Ég var heimsk að trúa honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Úr Kópavoginum í Víkina

Úr Kópavoginum í Víkina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“